Leita í fréttum mbl.is

Ættarmót 2008

Fyrirhugað er að niðjar Jóns Snorra Jónssonar og Sigríðar Tómasdóttur, frá ....... hittist á ættarmóti en það verður haldið í sumar að Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi, helgina 4.-6. júlí 2008. Þeir sem ekki vita hvar mótsstaður er eða vilja fá frekari upplýsingar um hann geta heimsótt heimasíðu staðarins, www.snorrastadir.is Eins og þar gefur á að líta er gistiaðstaða til fyrirmyndar, jafnt úti sem inni og góð aðstaða til leikja fyrir ungviðið á móttsstað. Eins er stutt til Borgarness og ekki er skortur á gistiaðstöðu í nágrenni við Snorrastaði.



Áætlað er að hver fjölskylda komi með mat á grillið og meðlæti en þó er ekki útilokað að slegið verði upp sameiginlegu grilli fyrir alla þátttakendur. Leigan fyrir aðstöðu er fast gjald en hlutur hvers og eins ræðst af þátttakendafjölda.

Niðjatal var gefið út 1994 og eðli málsins samkvæmt hefur margt gerst síðan þá og viljum við því biðja alla um að senda upplýsingar um nöfn og fæðingardaga barna sem litið hafa dagsins ljós síðan þá auk upplýsinga um maka. Einnig væri gott ef við fengjum netföng frá sem flestum.


Viljum við biðja fólk um að senda þennan tölvupóst á sem flesta þannig að allir viti hvað er í gangi.

Áhugi fyrir ættarmótinu virðist vera mikill og margir spenntir fyrir að hitta ættingja sem þeir hafa ekki séð í mörg ár. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.


Þess er óskað að tilkynningar um þátttöku, uppfærðar upplýsingar um fjölskyldustöðu og netföng berist eigi síðar en 15. maí nk.
Nefndin

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Vigfús Þorsteinsson

Höfundur

Ættarmót 2008
Ættarmót 2008

Vefurinn er settur upp fyrir ættarmót niðja Jóns Snorra Jónssonar og Sigríðar Tómasdóttur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband