Leita í fréttum mbl.is

Bjargarstígur 17

Hérna er hćgt ađ nálgast fróđleik frá Minjasafni reykjavíkur um Bjargarstíg og nágrenni

             http://www.videyjarstofa.is/skyrslur/skyrsla_110.pdf

Síđan er hér fyrir neđan grein sem birtist í í Fasteignablađi Mbl Ţriđjudaginn 26. febrúar, 2002 um Bjargarstíg 17.

Tekist hefur vel ađ halda gamla stílnum.

Á húsinu er skilti, sem á stendur
Tekist hefur vel ađ halda gamla stílnum.  
Eins og mörg önnur hús sem reist voru fyrir aldamótin nítján hundruđ hefur veriđ byggt viđ bćinn í nokkrum áföngum. Freyja Jónsdóttir fjallar hér um Bjargarstíg 17, sem er gamall steinbćr, ađ hluta til byggđur fyrir 1882.

 

Upphaflega var bćrinn nefndur Heilmannsbćr en ţar bjó Jóhann Heilmann međ fjölskyldu sína og er taliđ ađ hann hafi byggt bćinn.

Í kirkjubókum frá árinu 1882 eru taldir til heimilis í Heilmannsbć: Jóhann Heilmann 46 ára, Dorotea 44 ára (sennilega kona hans), og ţrjú börn, Guđrún 14 ára, Davíđ 6 ára og Soffía Kristjana ţriggja ára.

Í október 1895 verđur Vilhelm Heilmann, sonur Jóhanns Heilmann, eigandi ađ húsinu. Ţá er lóđin mćld upp og aukiđ viđ hana svo ađ hún verđur 43 1/2 x 69 álnir. Sama ár fćst leyfi fyrir ţví ađ lengja bćinn um 2 álnir og byggja skúr.

Í fyrstu brunavirđingunni á eigninni sem gerđ var 1896 segir: "Húsiđ er međ hlöđnum veggjum upp ađ risstöfum, sem eru úr bindingi og járnklćddir; járnţak er á húsinu. Niđri eru tvö herbergi og eldhús međ tvöföldum loftum. Herbergin eru ţiljuđ og máluđ. Í öđru ţeirra er eldavél og ofn. Uppi eru tvö herbergi, ţiljuđ og máluđ."

Áriđ 1901 afsalar Jóhann Heilmann hálfri eigninni til barna sinna, Davíđs, Guđrúnar og Soffíu Kristjönu. Á sama tíma afsalar hann Davíđ Heilmann hinum helmingi eignarinnar.

Áriđ 1906, kaupir Eyvindur Árnason hluta af lóđ Heilmannsbćjar og byggir á henni íbúđarhús. Sama ár er tekin rćma af lóđinni undir Óđinsgötu.

 

Viđbygging úr steini

Ţorleifur Jónsson verđur eigandi ađ Heilmannsbć 4. janúar 1916. Í brunavirđingu frá 1926 er ţess getiđ ađ viđbygging sé viđ norđurhliđ ađalhússins, úr steini međ járnţaki á borđasúđ međ pappa í milli. Ţar er eitt íbúđarherbergi, geymsluklefi, salerni og tveir gangar. Allt ţiljađ innan og herbergiđ veggfóđrađ, gangar og geymsla máluđ.

Í september 1938 fćr Ţorleifur leyfi til ţess ađ breyta gluggum á bć sínum og áriđ 1941 byggir hann skúr úr steinsteypu viđ húsiđ, 5,12 ferm.

Bjargarstígur 17 (Heilmannsbćr) var brunavirtur 1943, ţar segir m.a. ađ húsiđ sé einlyft, byggt úr grásteini upp ađ risstöfum sem eru úr bindingi, járnklćddir. Ţak er úr borđasúđ, pappa og járni. Á ađalhćđinni eru tvö herbergi, eldhús og gangur, allt vírlagt, múrhúđađ og málađ. Í risi eru tvö herbergi og gangur sem allt er málađ. Viđbygging viđ norđurhliđ bćjarins er úr steinsteypu, međ járnţaki á borđasúđ, međ pappa í milli. Ţar eru tvö herbergi, snyrting og gangur. Allt ţiljađ innan og herbergin veggfóđruđ og máluđ.

Áriđ 1956 var fyrirhugađ hjá bćjarráđi Reykjavíkur ađ byggja ţrílyft hús á lóđinni og rífa Heilmannsbć. Af einhverjum ástćđum varđ ekki úr ţeirri áćtlun, enda hefđi ţađ veriđ mikill skađi ađ missa ţennan gamla steinbć.

Áriđ 1964 selur Ţorleifur Jónsson hálfa eignina Ţorbergi Jónssyni sem sama ár byggir anddyri úr timbri viđ bćinn. Á árabilinu 1970 til 1977 verđa nokkur eigendaskipti á bćnum ţar til hjónin Ingibjörg Valdimarsdóttir og Höskuldur Ottó Guđmundsson kaupa hann.

Höskuldur Ottó var frá Randversstöđum í Breiđdal. Hann var mađur ljóđelskur og góđur hagyrđingur, eftir hann kom út ljóđabók. Ingibjörg Valdimarsdóttir er frá Breiđafjarđareyjum og fćddist í Svefneyjum, en fluttist til Rúfeyja ţriggja ára gömul og var ţar til sautján ára aldurs.

Höskuldur Ottó stundađi verkamannavinnu og um árabil báru hjónin í Hallmannsbć út dagblöđin í Ţingholtunum. Ingibjörg rak litla prjónastofu í viđbyggingunni norđan viđ húsiđ og hún er ţekkt fyrir vandađa og fallega vinnu. Í mörg ár var Höskuldur Ottó sjúklingur en dvaldi á heimili sínu. Ásamt ţví ađ hjúkra manni sínum sá Ingibjörg fyrir heimilinu međ prjónaskap.

 

Útlit glugga fćrt til fyrra horfs

Ingibjörg gerđi mikiđ fyrir steinbćinn sinn og vann ađ mestu sjálf viđ viđgerđirnar. Hún breytti útliti glugganna og fćrđi til fyrra horfs. Herbergjaskipan er svipuđ og ađ framan greinir í brunabótamati frá árinu 1943. Ţó hafa ţćr breytingar orđiđ ađ stofan var stćkkuđ međ ţví sameina hana litla herberginu inn af henni.

Eldhúsiđ er óvenjulega stórt í svo gömlu húsi og er međ borđkrók. Efri skáparnir falla inn í vegginn sem er ţykkur og var útveggur ţar til viđbyggingin norđan viđ húsiđ var gerđ. Í viđbyggingunni er stórt herbergi sem prjónađ var í, snyrting, gangur og rúmgott ţvottahús.

Uppi tvö góđ herbergi og rúmgóđur gangur. Á milli forstofu og gangs er falleg gömul hurđ međ gleri. Ingibjörgu hefur tekist vel ađ halda gamla stílnum eins og hćgt er. Á húsinu er brotiđ ţak, svokallađ mansardţak.

Áriđ 1997 selur Ingibjörg Valdimarsdóttir Sigurbjörgu Jóhannesdóttur húsiđ sem er núverandi eigandi ţess. Sigurbjörg hefur lagfćrt ýmislegt innandyra og gert svefnherbergi ţar sem prjónastofan var. Hún setti skilti á húsiđ sem á stendur "Heilmannsbćr".

Heimildir: Borgarskjalasafn, bruna-

virđingar, b-skjöl og sóknarmannatöl.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ættarmót 2008
Ættarmót 2008
Vefurinn er settur upp fyrir ættarmót niðja Jóns Snorra Jónssonar og Sigríðar Tómasdóttur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband