Leita í fréttum mbl.is

Þátttaka

Kæru ættingjar!

Eins og kom fram í tölvupósti þann 1. maí sl. er fyrirhugað ættarmót niðja Jóns Snorra Jónssonar (1857-1931) og Sigríðar Tómasdóttur (1876-1958) að Snorrastöðum, helgina 4.-6. júlí.

Einhvers misskilnings virðist hafa gætt um það hvernig tilkynna skuli um þátttöku á ættarmótið. Þátttöku á að tilkynna til einhvers nefndarmeðlima en ekki á heimasíðunni. Þrátt fyrir þennan misskilning þá lítur allt út fyrir rífandi þátttöku en nú þegar hafa u.þ.b. 110 fullorðnir (16 ára og eldri) tilkynnt sig og eru sífellt fleiri að bætast við. Nöfn þeirra koma fram hér að neðan og eru viðkomandi vinsamlegast beðnir um að yfirfara upplýsingar um sig. Eins eru þeir sem telja sig hafa tilkynnt um þátttöku beðnir um að athuga hvort að nöfn þeirra komi ekki fram í listanum.


Eins og fram kemur á heimasíðunni þarf að greiða fast gjald fyrir aðstöðuna. Nefndin hefur ákveðið að staðfestingargjaldið sé 2.000
kr. fyrir hvern fullorðinn (16 ára og eldri) en það ber að inna af hendi í síðasta lagi 3. júní nk. inn á reikninginn 1113-26-011382, kt. 281066-5879. Staðfestingu á greiðslu ber að senda á vth@staki.is, með tilvísun til nafns niðja. Endanlegt verð verður ákveðið fljótlega en það ræðst af endanlegum þátttakendafjölda. Ef að allir þeir sem tilkynnt hafa um þátttöku greiða staðfestingargjaldið verður ekki um frekari gjaldtöku að ræða. Innifalið í verðinu er gisting í tvær nætur, frábær aðstaða að öðru leyti, góður félagsskapur, sól og hiti og margt fleira. Nefndin hefur ákveðið að skipuleggja leiki fyrir börnin og þarf hún að leggja út fyrir smávægilegum kostnaði vegna þess. Auk þess mun nefndin leggja út fyrir kol á grillið o.fl. Ákveðið hefur verið að sama gjaldið er fyrir alla, þ.e. hvort sem að fólk gistir í herbergjum inní húsinu eða á tjaldstæðinu. Ekki er gerður greinarmunur á því hvort að fólk gistir eina nótt eða tvær eða kýs að gista annars staðar. Einfalt og gott. Þeir sem að kjósa gistingu í herbergjunum geta gert það með því að senda honum Vigfúsi tölvupóst á netfangið vth@staki.is, eftir að staðfestingargjaldið hefur verið greitt. Í herbergjunum eru 24 rúm en auk þess er hægt að koma þar fyrir dýnum. Í salnum eru kojur fyrir 12-15 manns. Borðpláss er fyrir 150 manns. Þannig á að fara vel um alla.

Að lokum vill nefndin hvetja alla til þess að kynna sér heimasíðu ættarmótsins en þar er m.a. hægt að skrifa færslur í dagbók. Á heimasíðunni er einnig myndaalbúm. Til þess að setja myndir þar inn verður að senda þær í tölvupósti til Vigfúsar en hann mun síðan sjá um að setja þær inn á síðuna. Ef að þið hafið tök á því þá megið þið gjarnan skanna inn gamlar myndir. Ef að þið eigið ekki skanner þá er næsta víst að einn slíkur leynist á vinnustað ykkar. Einnig viljum við hvetja ykkur til þess að fara inn á heimasíðu Snorrastaða,
snorrastadir.is.

Með kærri kveðju,

ættarmótsnefndin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ættarmót 2008
Ættarmót 2008

Vefurinn er settur upp fyrir ættarmót niðja Jóns Snorra Jónssonar og Sigríðar Tómasdóttur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband