Leita í fréttum mbl.is

Dagskrá ættarmótsins

Sæl verið þið!

Eins og ykkur er kunnugt um þá stendur ættarmótið frá föstudegi til sunnudags, helgina 4.-6. júlí. Dagskrá ættarmótsins verður með eftirfarandi hætti:
 
Föstudagur
Vonandi verða flestir búnir að koma sér ágætlega fyrir á kvöldi fyrsta dags. Flestir fara borubrattir á röltið og taka í höndina á öðrum og kynna sig. Aðrir halda sig til hlés.
 
Laugardagur
  • Áætlað er að ,,setningarathöfn" verði um kl. 10 að morgni laugardags. Þá verður einhver úr nefndinni vonandi búinn að undirbúa langa og líflega opnunarræðu. Í það minnsta þá verður skautað yfir dagskrá ættarmótsins jafnframt því sem að afhending nafnspjalda fer fram. Af því tilefni þá viljum við hvetja ykkur til þess að senda nöfn allra þeirra sem að mæta sem allra fyrst, þ.m.t. maka og barna.
  • Í kjölfarið verður haldið í skipulagða göngu upp að/á Eldborg en áætlaður göngutími er um ein klukkustund, hvor leið um sig. Þessi dagskrárliður gæti þó færst yfir á sunnudag en það ræðst af veðrinu. Gangan getur jafnvel verið báða dagana.
  • Um kl. 14.00 verður farið í leiki fyrir börn á öllum aldri. Jafnframt er áætlað að börnin fái að fara á hestbak. Það ræðst þó af kostnaði.
  • Skipulögð kvölddagsskrá hefst kl. 19.00 en kveikt verður upp í grillinu kl. 18.30 og getur fólk því byrjað að grilla um hálftíma síðar. Eins og fram hefur komið verðið þið að sjá um ykkur sjálf hvað fæði varðar, þ.e. kjöt á grillið og meðlæti. Við erum þó spennt fyrir því að meðlætið verði sameiginlegt, þ.e. að það verði sett sameiginlegt borð. Þið eruð vinsamlegast beðin um að sleppa grillkartöflum. Hvað drykkjarföng varðar þá mun nefndin sjá um að kaupa kók og appelsín. Þið verðið að sjá um öll önnur drykkjarföng, styrkta sem óstyrkta drykki. Það mun vera frekar lítið um leirtau og hnífapör á staðnum og því viljum við vinsamlegast biðja ykkur um að taka slíkt með ykkur sjálf.
  • Um kvöldið mun Jón Snorri Ásgeirsson stíga á stokk og flytja sögu ættarinnar en Björn bróðir hans hefur verið að tína saman brot héðan og þaðan. Af því tilefni þá viljum við biðja ykkur, sem að eiga sögur af Jóni Snorra og Sigríði, að senda þær á póstfangið jsa@centrum.is Frábært framtak hjá þeim bræðrum.
  • Nefndin hefur ekki í hyggju að standa fyrir annarri skipulagðri dagskrá um kvöldið. Við höfum þó trú á því að í þessum stóra hópi ættingja leynist skemmtikraftur sem að er tilbúinn að ,,koma út úr skápnum" og skemmta okkur hinum. Það má flytja gamansögur (endurminningar) eða flytja tónlist, svo dæmi sé tekið. Einnig viljum við hvetja ykkur til þess að koma með myndaalbúm á ættarmótið.
  • Síðan en ekki síst. Rúsínan í pylsuendanum. Verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta hattinn. Ergo. Þema ættarmótsins er hattar.

Sunnudagur
Engin skipulögð dagskrá er fyrir síðasta dag ættarmótsins enda verða vonandi allir þreyttir eftir allt áreitið á laugardeginum. Þó verður e.t.v. farið í gönguferð upp að/á Eldborg, eins og fram hefur komið.
 
Tekið skal fram að við í ættarmótsnefndinni höfum enga reynslu af skipulagningu viðburðar sem þessa. Við þiggjum því alla aðstoð og ráðleggingar og ef að þið viljið skemmta okkur hinum er það vel þegið.
 
Þess skal getið að tveir meðlimir ættarmótsnefndarinnar, Karen og Gréta, eru á leiðinni erlendis og því þýðir ekki að senda þeim tölvupóst.

Í lokin viljum við ítreka það við ykkur að greiða staðfestingargjaldið og vísast til fyrri tölvupósta í því sambandi sem og á heimasíðu ættarmótsins, jonogsigridur.blog.is

Með kveðju,
ættarmótsnefndin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ættarmót 2008
Ættarmót 2008

Vefurinn er settur upp fyrir ættarmót niðja Jóns Snorra Jónssonar og Sigríðar Tómasdóttur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband